Enski boltinn

Klopp segir að Liverpool verði í góðum höndum hjá Slot

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp kveður Liverpool eftir leikinn gegn Wolves í dag.
Jürgen Klopp kveður Liverpool eftir leikinn gegn Wolves í dag. getty/John Powell

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að eftirmaður sinn, Arne Slot, muni gera góða hluti hjá félaginu.

Klopp stýrir Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar liðið tekur á móti Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Við starfi hans hjá Liverpool tekur Slot sem gerði Feyenoord að hollenskum meisturum á síðasta tímabili. Klopp hefur trú á Slot og að hann muni halda Rauða hernum á beinu brautinni.

„Mjög góður stjóri er á leiðinni. Félagið er í góðum höndum. Fólk gæti óttast framtíðina en ekki ég,“ sagði Klopp.

„Ég óska þess innilega að félaginu gangi vel. Ég hugsa ekki: Guð minn góður, hvernig fer þetta allt saman? Nei, nei, þetta er í góðu lagi!“

Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og endar þar, sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×