Fréttir

Losun gróðurhúsalofts rúmum sjö prósentum hærri

Losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands var rúmar þrjár milljónir tonna á fyrra helmingi þessa árs. Það er rúmlega sjö prósent aukning frá því í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni, en tölurnar eru byggðar á bráðabirgðarreikningum.

Innlent

Þing­menn tölu­vert loðnari í svörum um sam­einingu en at­vinnu­lífið

Meiri­hluti þing­manna í Norð­austur­kjör­dæmi sem lýst hefur af­stöðu sinni til fyrir­hugaðrar sam­einingar mennta­skólanna MA og VMA er and­snúinn fyrir­hugaðri sam­einingu skólanna. Tveir þing­menn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrir­tæki á Akur­eyri vera and­snúin sam­einingunni, í til­kynningu. 

Innlent

Segir at­burða­rásina hafa þróast út í múg­æsingu

Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum.

Innlent

Skýjað með köflum og sums staðar dá­litlar skúrir

Veðurstofan gerir ráð fyrir austan og suðaustan átta til þrettán metrum á sekúndu í dag og að það verði skýjað með köflum og sums staðar dálitlar skúrir sunnanlands. Búist er með hægari vindi og yfirleitt léttskýjuðu fyrir norðan.

Veður

Káfaði á fréttakonu í beinni

Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn.

Erlent

Eins og gott hjóna­bands­próf

Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf.

Innlent

Hefja formlega rannsókn á Biden

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens.

Erlent