Innlent

Rostungurinn er farinn

Rostungurinn sem legið hefur í fjörunni í Álftanesi í dag hefur synt aftur út á haf út samkvæmt sjónarvottum. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn.

Innlent

Manni og barni haldið í Leifs­stöð í þrjá­tíu tíma

Albanskur maður og ólögráða frænka hans hafa þurft að hírast í Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma. Lögreglan hótar að vísa honum úr landi en lögmaður mannsins segir hana ekki hafa heimild til þess. Dvalarleyfisumsókn sé enn þá í vinnslu.

Innlent

„Þetta er því­lík van­virðing fyrir þessa stétt“

Fjölmenn mótmæli fóru fram við húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun. Mótmælin voru skipulögð af foreldrum sem voru orðnir langþreyttir á deilu sambandsins við BSRB. Framkvæmdastjóri sambandsins mætti á mótmælin en orð hans til mótmælenda féllu í grýttan jarðveg.

Innlent

Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi

Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 

Innlent

Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum

Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána.

Innlent

Ó­venju­legt hátta­lag lirfa í Hafnar­firði

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum.

Innlent

Tóku fagnandi á móti Sæ­fara eftir tólf vikur í slipp

Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp.

Innlent

„Þeir þurfa bara að bakka og segja já“

Kröftug mótmæli voru haldin fyrir framan húsnæði Samtaka íslenskra sveitarfélaga í morgun. Lúðrar voru þeyttir og „Sömu laun fyrir sömu störf“ var hrópað síendurtekið. Skipuleggjendur mótmælanna segja að Sambandið þurfi einfaldlega að mæta kröfum BSRB, sem muni ekki slá af kröfum sínum.

Innlent

Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika

Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út.

Innlent

Karlar leita í auknum mæli til Stíga­móta

Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir að karlkyns brotaþolar kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar hjá samtökunum í auknum mæli. Hann greindi frá því í erindi sínu á ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku.

Innlent