Innlent

Leigan fyrir 100 fer­metra hús í Grinda­vík 62.500 á mánuði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Húsnæðið verður mögulega boðið öðrum til leigu ef íbúar hyggjast ekki nýta það.
Húsnæðið verður mögulega boðið öðrum til leigu ef íbúar hyggjast ekki nýta það. Vísir/Arnar

Starfsmenn fasteignafélagsins Þórkötlu hafa yfirfarið og samþykkt kaup á 660 húseignum í Grindavík og undirritað 471 kaupsamning. Félaginu hefur borist samtals 781 umsókn um kaup á íbúðarhúsnæði í bænum.

Heildarfjöldi þeirra eigna sem geta fallið undir úrræðið er um 900.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að Þórkatla hafi greitt 22,2 milljarða króna í kaupsamningsgreiðslur og yfirtekið lán hjá sextán lánastofnunum að andvirði 11,4 milljarða króna.

„Þórkatla hefur ákveðið að leigja fasteignir sem félagið hefur keypt í Grindavík, en fyrst um sinn verða fasteignir eingöngu leigðar til fyrri eigenda þeirra. Félagið mun miða leiguverð á íbúðarhúsnæði í Grindavík við markaðsleigu að teknu tilliti til aðstæðna í Grindavík á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni.

Leigan út þetta ár nemi 25 prósent af markaðsleigu á Suðurnesjum og muni taka mið af brunabótamati eignanna og verða í kringum 625 krónur á fermetra út árið. 

„Það verður því til dæmis hægt að leigja 100 fermetra hús í Grindavík á 62.500 kr. á mánuði. Auk þess greiðir leigutaki hita og rafmagn,“ segir í tilkynningunni en nánari tilhögun á leigu eignanna verði kynnt á næstunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×