Innlent

Bein út­sending: Árs­fundur Land­spítala

Atli Ísleifsson skrifar
Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.
Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Landspítali

Ársfundur Landspítala fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag. Fundurinn stendur milli klukkan 14 og 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu segir að á fundinum verði sjónum beint að vegferð Landspítala í átt að notendamiðaðri þjónustu þar sem sjúklingurinn sé ávallt í öndvegi.

„Fjallað verður um breytingar á skipulagi starfseminnar, tæknibreytingar, umbótaverkefni og þróun læknavísinda, sem allt miðar að því að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á,“ segir í tilkynningunni.

Fundarstjóri er Magnús Gottfreðsson, forstöðumaður vísinda, og mun Andri Ólafsson samskiptastjóri halda utan um umræðustjórn.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×