Skoðun

„Brandarinn er búinn!“

María Heba Þorkelsdóttir skrifar

Þessari setningu hafa nokkrir góðir vinir mínir slengt fram þegar ég hef sagt þeim frá einörðum stuðningi mínum við Jón Gnarr í forsetakosningunum sem framundan eru. “Brandarinn er búinn!”, er fullyrt. “Trúðalestin stopp!” “Ekki meira sprell takk!”

Svo það sé sagt; á vissan hátt skil ég að fólk sem ekki þekkir Jón fyrir annað en grínið líti málið þessum augum. Því sannarlega er Jón einn fyndnasti maður landsins. Staðreyndin er þó sú að Jón Gnarr hefur svo miklu, miklu meira til að bera og er margt fleira til lista lagt en að vera fyndinn.

Jón er þeim dýrmæta eiginleika gæddur að hann gerir hlutina af kærleika. Og kannski er það einmitt ein af stóru ástæðunum fyrir því hversu vel lukkaður grínisti hann er. Jón grínar af kærleika. Þetta tekst Jóni vegna þess að hann kann nefninlega þá list að hlusta af kærleika. En það að hlusta af kærleika felur í sér að hlusta af skilningi og umhyggju. Og það er eiginleiki sem forseta er nauðsynlegur.

Jón er góðum gáfum gæddur, hann er vel lesinn og það mikilvægasta af öllu, hann er drengur góður. Hann er maður sameiningar og friðar. Hann er einlægur og hefur vit á því að vera í góðu skapi.Við ættum að forðast að falla í þá gryfju að rugla saman einlægni og einfeldni.

Það væri mikill sómi fyrir Ísland að Jóni Gnarr sem forseta lýðveldisins.

Ég vil forseta kærleika og sameiningar og því ætla ég að kjósa Jón Gnarr.

Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×