Innlent

Valdimar Her­manns­son nýr sveitar­stjóri Vopnafjarðarhrepps

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Valdimar O. Hermannsson er nýr sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps
Valdimar O. Hermannsson er nýr sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps Vopnafjarðarhreppur

Valdimar O. Hermannsson hefur verið ráðinn sem sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps út kjörtímabilið. Sveitastjórn hreppsins samþykkti ráðninguna á fundi í gær 15. maí.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vopnafjarðarhreppi. Þar segir að sautján hafi sótt um starfið, tveir hafi dregið umsókn sína til baka og fjórir hafi verið boðaðir í viðtal.

Þar segir að Valdimar hafi áður verið sveitarstjóri hjá Blönduósbæ 2018-2022, og hafi síðan starfað tímabundið hjá Húnabyggð sem staðgengill sveitarstjóra. Áður hafi hann verið meðal annars tólf ár í bæjarstjórn og sex ár í bæjarráði Fjarðabyggðar. Hann hafi svo gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á Austurlandi og víðar, meðal annars sem formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Valdimar er markaðsfræðingur að mennt, en hefur einnig lagt stund á fjölbreytt nám m.a. í verkefnastjórn og leiðtogaþjálfun, alþjóðaviðskiptum, stjórnun og markmiðasetningu, bæði hérlendis og erlendis. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×