Erlent

Fréttamynd

Hefja á­rásir nærri Karkív

Rússneskir hermenn gerðu í morgun atlögu að vörnum Úkraínumanna nærri Karkív, í norðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins eru að senda liðsauka á svæðið en segja að árásin hafi verið stöðvuð. Um nokkuð skeið hefur verið talið að Rússar ætli sér að gera atlögu að borginni.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels

Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar.

Erlent
Fréttamynd

Tak­markar hernaðar­að­stoð verði gerð á­rás á Rafah

Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Enn og aftur tafir á mála­ferlum gegn Trump

Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna.

Erlent
Fréttamynd

Um­fangs­mestu á­rásir Rússa í nokkrar vikur

Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu sam­neyti þeirra

Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans.

Erlent
Fréttamynd

Hrina á­rása á þýska stjórn­­mála­­menn veldur á­hyggjum

Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju.

Erlent
Fréttamynd

Annar hvirfilbylurinn í Oklahoma á rúmum mánuði

Að minnsta kosti einn lét lífið þegar hvirfilbylur reið yfir nærri borginni Tulsa í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum í dag. Minnst þrjátíu heimili eyðilögðust og íbúar í bænum Barnsdall, nærri Tulsa, var gert að rýma heimili sín. 

Erlent
Fréttamynd

Segir Banda­ríkja­menn þurfa að þrýsta á Ísraela

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs.

Erlent
Fréttamynd

Skot­á­rás við heimili Drake

Öryggisvörður kanadíska rapparans Drake var skotinn við heimili stórstjörnunnar í Toronto í nótt. Áverkar öryggisvarðarins eru ekki taldir lífshættulegir og rapparinn sjálfur er sagður ómeiddur.

Erlent
Fréttamynd

Stormy Daniels í dómsal með Trump

Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að siga lög­reglu á vitni í málinu gegn Trump

Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York.

Erlent
Fréttamynd

Fundu hlerunarbúnað í fundar­her­bergi ráð­herra

Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir.

Erlent