Sport

Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss

Njarðvíkingar eru með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í úrvalsdeild karla
Njarðvíkingar eru með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í úrvalsdeild karla Mynd/Víkurfréttir
Fimm leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss 108-68, Fjölnir sigraði ÍR 98-74, Skallagrímur vann Þór 91-65, Grindavík vann Snæfell 95-90 og KR sigraði Hauka 99-80. Leik Hattar og Keflavíkur var frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×