Íslenski boltinn

Rúna Sif eina konan í íslenska hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Á myndinni má sjá alþjóðadómara frá Íslandi fyrir árið 2017. Fremri röð frá vinstri: Bryngeir Valdimarsson, Þóroddur Hjaltalín, Rúna Kristín Stefánsdóttir, Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, Gunnar Jarl Jónsson, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Aftari röð frá vinstri: Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, Oddur Helgi Guðmundsson, Birkir Sigurðarson, Jóhann Gunnar Guðmundsson, Frosti Viðar Gunnarsson, Andri Vigfússon, Gylfi Már Sigurðsson, Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Á myndina vantar Þorvald Árnason.
Á myndinni má sjá alþjóðadómara frá Íslandi fyrir árið 2017. Fremri röð frá vinstri: Bryngeir Valdimarsson, Þóroddur Hjaltalín, Rúna Kristín Stefánsdóttir, Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, Gunnar Jarl Jónsson, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Aftari röð frá vinstri: Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, Oddur Helgi Guðmundsson, Birkir Sigurðarson, Jóhann Gunnar Guðmundsson, Frosti Viðar Gunnarsson, Andri Vigfússon, Gylfi Már Sigurðsson, Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Á myndina vantar Þorvald Árnason. Mynd/KSÍ
Ísland verður með þrettán alþjóðadómara í knattspyrnu á þessu ári en íslensku dómararnir fengu á dögunum afhent FIFA-merki sem staðfestir að þeir séu alþjóðlegir dómarar.

Ísland er áfram með fjóra FIFA-dómara en það eru þeir Gunnar Jarl Jónsson, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Þorvaldur Jónsson og Þóroddur Hjaltalín.  Þetta er þriðja árið sem þessir fjórir eru FIFA-dómarar en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er sá nýjasti af þessum fjórum.

Ísland er síðan með átta FIFA-aðstoðardómara en það eru þau Bryngeir Valdimarsson, Oddur Helgi Guðmundsson, Birkir Sigurðarson, Andri Vigfússon, Gylfi Már Sigurðsson, Jóhann Gunnar Guðmundsson, Frosti Viðar Gunnarsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir sem er eina konan í hópnum.

Andri og Oddur Helgi komu inn núna í stað Björns Valdimarssonar og Gunnars Sverris Gunnarssonar sem duttu útaf listanum.

Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er síðan alþjóðlegur dómari í innbolta, futsal. Andri Vigfússon hefur áður verið FIFA-dómari í futsal.

Allir mættu til athafnarinnar nema Þorvaldur Árnason sem fær sitt FIFA-merki vonandi við fyrsta tækifæri. KSÍ sagði frá.

Íslenskir dómarar fá margvísleg verkefni erlendis á ári hverju og Knattspyrnusamband Íslands hvetur konur sérstaklega hvattar til að kynna sér tækifærin sem felast í því að vera dómari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×