Innlent

Sér­sveitin kölluð til vegna manns með hníf í mið­borginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sérsveitin var kölluð til í miðborginni í gær.
Sérsveitin var kölluð til í miðborginni í gær. Vísir/Vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í miðborg Reykjavíkur í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Var hann í annarlegu ástandi og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var einnig kölluð til vegna manns sem kastaði grjóti í rúðu og fólks í annarlegu ástandi fyrir utan frístundaheimili en í báðum tilvikum voru aðilar á brott þegar lögreglu bar að.

Ein tilkynning barst um ofurölvi einstakling sem lögregla fór og athugaði með. Þá var öðrum ofurölvi einstaklingi vísað burtu af bar. Ein tilkynning barst um þjófnað en málið var leyst á vettvangi.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni í gærkvöldi og nótt en þar var um að ræða ökumenn sem voru ýmist undir áhrifum, á ótryggðum bíl eða án ökuréttinda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×