Innlent

Saman­burður við lóðamál olíu­fé­laganna eins „fjarri sann­leikanum og hægt er“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Uppbygging er hafin á Heklureitnum. Þarna rísa nú íbúðahús.
Uppbygging er hafin á Heklureitnum. Þarna rísa nú íbúðahús. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn bílaumboðsins Heklu segja samanburð lóðamála olíufélaganna við svokallaðan Heklureit við Laugaveg, í Kastljósþætti sem sýndur var á RÚV á mánudag, eins fjarri sannleikanum og hægt er að fara. Reiturinn hafi með ósanngjörnum hætti verið tengdur við málið í þættinum. 

Fjallað var um samninga Reykjavíkurborgar við olíufélögin frá árinu 2021 í innslagi fréttakonunnar MAríu Sigrúnar Hilmarsdóttur í Kastljósi á mánudag. Innslagið átti upphaflega að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik en fór ekki í loftið þar og var Maríu Sigrúnu í kjölfarið vikið úr ritstjórnarteymi þáttarins. 

Í þættinum telur eru taldir upp reitir sem byggja á upp, er Heklureiturinn þar á meðal. 

„Að leggja þessi mál að jöfnu er eins fjarri sannleikanum og hægt er að fara, enda himinn og haf á milli þeirra gjörninga sem vísað var í Kastljósþættinum og þess sem Hekla hf. hefur staðið frammi fyrir í samskiptum og samningum við Reykjavíkurborg,“ segir í yfirlýsingu Heklu. 

Heklu hafi síðan þátturinn birtist borist fyrirspurnir um málið.

„Í samkomulagi Heklu hf. við Reykjavíkurborg 2. mars 2021 eru skýr ákvæði um greiðslu gatnagerðargjalda samkvæmt lögum og gjaldskrá Reykjavíkurborgar þar um. Auk þess er þar getið um sérstakar greiðslur innviðagjalda/byggingarréttargjalds ásamt kostnaðarþátttöku vegna félagslegra íbúða á föstu verði.“


Tengdar fréttir

María Sigrún birtir tölvupósta Dags

„Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra.

Samþykktu tillögu Sjálfstæðisflokksins

Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×