Hinsegin

Fréttamynd

Skrifaði greinina fyrir litla strákinn í kjólnum

Guðfinnur Sigurvinsson, hársnyrtir og bæjarfulltrúi í Garðabæ, fer yfir fordóma og fræðslu í grein sem hann skrifar um reynslu sína sem samkynhneigður karlmaður og þá fræðslu sem hann fékk ekki sem barn, en hefði þurft. 

Innlent
Fréttamynd

Þegar menn verða hænsn

Að vekja ótta, ógeð og viðbjóð á því sem er frábrugðið og öðruvísi meginstraumnum til að upphefja eigið norm og styrkja sína stöðu er manneskjunni því miður eðlislægt og er rót alls þess versta í mannlegu eðli, eins og sagan hefur margsinnis sýnt okkur. Þetta er leið til að viðhalda undirokun minnihlutahópa og byggir á sama kerfi og hænsn hafa sér komið upp. Þar sem skýr goggunarröð ríkir. Hænan með mestu og stærstu fjaðrirnar ræðst á aðra sem hefur færri fjaðrir. Sú ræðst á enn aðra sem telst henni óæðri – þar til hin síðasta er hrakin út í rauðan dauðann af öllum hópnum. Jaðarsett og réttdræp, reitt öllum sínum fjöðrum. Ergo, hinn viti borni maður hagar sér eins og hæna þegar allt kemur til alls.

Skoðun
Fréttamynd

Leyfum börnum að vera börn

Ég held að þau séu fá sem ekki taka heilshugar undir staðhæfinguna „Leyfum börnum að vera börn.“ Hún hefur sést víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarið og oft í þeim tilgangi að halda því fram að það séu í raun einhver sem ekki séu þessu fylgjandi. Þar á meðal fólk eins og ég.

Skoðun
Fréttamynd

Þegiðu og ég skal hætta að hata þig!

Ofbeldi birtist á marga vegu og aðeins ein birtingarmynd þess er sú sem við urðum vitni að þegar ráðist var á hinsegin einstakling sem var að koma af sam-norrænni ráðstefnu um hvernig skuli bregðast við því bakslagi sem átt hefur sér stað í mannréttindabaráttu hinsegin fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða mikið magn mynd­efnis vegna á­rásarinnar

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fer nú yfir mikið magn mynd­efnis vegna á­rásarinnar á ráð­stefnu­gest á vegum Sam­takanna '78 á Hverfis­götu í mið­borg Reykja­víkur síðast­liðið þriðju­dags­kvöld. Á­rásar­mennirnir eru enn ó­fundnir.

Innlent
Fréttamynd

Í­huga að birta mynd­efni af á­rásar­mönnunum

Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. 

Innlent
Fréttamynd

Transvæðingin og umræðan

Á sunnudaginn var kom ég fram í Sprengisandi á Bylgjunni ásamt Alexöndru Briem. Umræðuefnið var umdeilt kynfræðsluefni fyrir grunnskóla, auk þess sem komið var inn á samfélagsdeilur um hinseginfræðslu í skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­maður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk

Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. 

Innlent
Fréttamynd

Aug­ljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í sam­fé­laginu

Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar standa ekki gegn hatri

Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetja til opinnar umræðu án fordóma

Hinseginfélag FG vill í ljósi umræðunnar um bloggskrif Páls Vilhjálmssonar árétta að það að vera hinsegin, trans eða eitthvað annað fellur undir sjálfsögð og eðlileg mannréttindi. Rétturinn til tjáningar á kynvitund, kynhlutverkum og kynhneigð fellur einnig undir sömu réttindi.

Innlent
Fréttamynd

Segir flökku­­sögu um sig sýna hvert um­­ræðan sé komin

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, segir á­rásir gegn með­limum hin­segin sam­fé­lagsins sem borið hefur á í um­ræðunni undan­farna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið við­fangs­efni falskra flökku­sagna um kyn­ferðis­lega mis­notkun barna og segir Ís­lendinga þurfa að á­kveða hvernig sam­fé­lag sitt eigi að vera.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að finna fyrir stuðningi þögla meiri­hlutans

Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Óupplýsti drengurinn sem bað guð um að láta sig ekki vera homma

„Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78' og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni.“ Svona hefst pistill leikarans Bjarna Snæbjörnssonar vegna umræðu um hinsegin fræðslu í skólakerfinu.

Lífið
Fréttamynd

Ég var hinsegin barn

Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78 og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni. Þessi lífsglaði, skapandi og skemmtilegi strákur er hér að koma heim úr sínum fyrsta skóladegi í Grunnskóla Tálknafjarðar haustið 1984, fyrir 39 árum síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Vanda sig

Ég get ekki orða bundist eftir það sem ég er búinn að sjá á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum undanfarna tvo daga. Ég hef séð ótrúlegar aðdróttanir og yfirgengilega hinseginfóbíu, sem virðist því miður hafa grasserað undir sléttu og felldu yfirborðinu allan tímann að einhverju marki.

Skoðun