Mexíkó

Fréttamynd

Kynna nýjar reglur um brottvísun flóttafólks

Bandarísk yfirvöld hafa kynnt nýjar reglur um brottvísun flóttafólks sem myndi gera löggæslumönnum kleift að senda fólk úr landi tafarlaust án þess að dómari þurfi að fara yfir málið.

Erlent
Fréttamynd

El Chapo í lífstíðarfangelsi

Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli

Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar samþykktu landamærafrumvarp með semingi

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem mun verða til þess að 4, 6 milljörðum dala verður veitt til að takast á við þann mannfjölda sem freistar þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna

John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla

Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur.

Erlent
Fréttamynd

Handtóku meðlim hægri-öfgahóps

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent