Jafnréttismál

Fréttamynd

Heims­þing kvenleiðtoga í Reykja­vík horfir til að­gerða og lausna

Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tíu prósent karl­manna hlynntir kvenna­verk­fallinu

Rúmlega 35 prósent kvenna sóttu samstöðufund Kvennaverkfallsins á Arnarhóli eða annars staðar á landinu. Mikill meirihluti landsmanna var hlynntur aðgerðunum. Sex af hverjum tíu körlum voru hlynntir aðgerðum en um fjórtán prósent þeirra andvígir.

Innlent
Fréttamynd

Pabbi þinn vinnur ekki hér!

Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað.

Skoðun
Fréttamynd

Óskað eftir endur­flutningi ráð­herra

Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín og kvenna­bar­áttan

Þann 24. október, á degi Kvennaverkfallsins, tók Stefán Eiríksson útvarpsstjóri viðtal í þættinum Segðu mér á Rás 1 við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafnréttismál. Katrín sagði í upphafi þáttar að hún væri femínisti og það hefði verið hluti af hennar heimi síðan hún var barn.

Skoðun
Fréttamynd

„Fokk feðraveldið“ komi pöbbum ekkert við

Ein skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir miður að umræðan hafi eftir vel heppnað verkfall snúist um orðasambandið Fokk feðraveldið. Það sé of algengur misskilningur að feðraveldið snúist um pabba. Hún telur orðasambandið viðeigandi við slíkar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

FOKK! Hvað þetta eru mikil­væg skila­boð!

Við vorum þrjár vinnuvinkonur sem vorum ítrekað stoppaðar þegar við gengum burt af baráttufundinum á Arnarhóli í vikunni og spurðar: „Megum við taka mynd af ykkur og spjöldunum með þessum flottu skilaboðum?

Skoðun
Fréttamynd

Voru boðnar 100 þúsund krónur í bætur

Kristján Logason telur sig illa sviðinn eftir samskipti við hið opinbera. Hann sótti um starf sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn auglýsti laust til umsóknar en fékk ekki. Úrskurðarnefnd jafnréttismála hvað upp þann dóm að ólöglega hafi verið staðið að ráðningunni og þar við situr.

Innlent
Fréttamynd

Boðar aðgerðir í baráttu við mansal

Ísland stendur sig illa í baráttunni gegn vinnumansali samkvæmt eftirlitsnefnd Evrópuráðsins sem hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri í málaflokknum. Þá er bent á ýmsa vankanta í baráttunni gegn mansali barna. Dómsmálaráðherra boðar nýja aðgerðaráætlun í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Sjö ár í fullt jafnrétti hér en þrjú hundruð í heiminum öllum

Forsætisráðherra vonar að sú athygli sem kvennaverkfallið hér á landi vakti hjá erlendum fjölmiðlum hafi jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu um allan heim. Þó enn séu stórar áskoranir í jafnréttismálum er hún vongóð um að jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi árið 2030.

Innlent
Fréttamynd

„Til­efni fyrir alla vald­hafa að hlusta“

Skipu­leggj­endur kvenna­verk­fallsins segja magnað að hafa fundið fyrir þeirri sam­stöðu sem hafi myndast á Arnar­hóli og víðar í dag. Þær segja fjöldann sem mætti til­efni fyrir vald­hafa til að hlusta.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram”

Margar sunnlenskar konur nýtt sér ókeypis rútuferð í boð verkalýðsfélaga til að mæta á samstöðufundinn á Austurvelli í dag. „Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram, en þetta er að koma,” segir ein af konunum, sem nýtti sér rútuferðina .

Innlent
Fréttamynd

Kvennafrídagurinn í myndum

Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra vill skera niður laun kvenna sem halda hjólum sam­fé­lagsins gangandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Silfrinu í gærkvöld að ofbeldi gegn konum líktist farsótt sem taka þurfi á líkt og öðrum farsóttum. Þessi ummæli Ingibjargar Sólrúnar eru rétt og þessa farsótt verður að uppræta á íslenskum vinnumarkaði. Það kallar á endurmat á virði kvennastétta og viðhorfsbreytingu stjórnvalda sem með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi halda stórum kvennastéttum í helgreipum lágra launa.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fram stálp og stelpur!

Í dag leggja konur og kvár niður störf í áttunda skiptið á 48 árum. Á hverjum einasta degi síðan þá hefur einhver kona tekið einhvern slag. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það sé þess virði.

Skoðun
Fréttamynd

Of margar konur sem fá ekki stuðning

Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Áfram rífandi stemming niðri í bæ

Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

Munar þig um 47 milljónir?

Í dag eru 48 ár frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns og krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi kvenna til samfélagsins. Talið er að um 90% kvenna hafi lagt niður störf þennan fyrsta kvennafrídag þann 24. október 1975.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrir vinnu­staðir sem ekki leyfa þátt­töku í kvenna­frí­deginum

Á morgun leggja konur og kvár niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Ýmis starfsemi verður í lágmarki, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi þar sem konur eru í afgerandi meirihluta. Formaður BSRB segir undirbúning ganga vel en enn séu atvinnurekendur á svokölluðum tossalista, sem ekki munu heimila þátttöku starfsmanna í dagskránni.

Innlent