Fréttir

Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum

Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Læknir sem gerði banvæn mistök þegar hann tók á móti barni segir ekkert mikilvægara en að heilbrigðisstarfsfólk segi sannleikann og gangist strax við mistökum sínum. Hann telur fámenni Íslendinga gera þessi mál erfiðari. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Segir flökku­­sögu um sig sýna hvert um­­ræðan sé komin

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, segir á­rásir gegn með­limum hin­segin sam­fé­lagsins sem borið hefur á í um­ræðunni undan­farna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið við­fangs­efni falskra flökku­sagna um kyn­ferðis­lega mis­notkun barna og segir Ís­lendinga þurfa að á­kveða hvernig sam­fé­lag sitt eigi að vera.

Innlent

Álamafía upprætt í Evrópu

Evrópska lögreglan, Europol, hefur í samstarfi við lögreglu í á 4. tug landa upprætt umfangsmikið smygl á álum til Kína. Alls voru rúmlega 250 manns handteknir í aðgerðinni.

Erlent

Skora á konur að stíga fram

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við.

Erlent

Átján störf fylgja varðskipinu Freyju á Siglufirði

Mikil ánægja er á meðal íbúa á Siglufirði að varðskipið Freyja sé þar með heimahöfn því það tryggir átján störf á svæðinu. Þá segir bæjarstjórinn að það sé mjög mikilvægt að varðskip skuli eiga heimahöfn úti á landi, ekki bara í Reykjavík.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki vera heilaga kýr og boðar mögulegt klofningsframboð frá flokknum ef frumvarp sem utanríkisráðherra hefur boðað fær fram að gana. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Hafnaði á staur í Breið­holti

Fólks­bíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breið­holtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan við­bragðs­aðilar voru á vett­vangi.

Innlent

Þegar NATO reisti olíubryggju í Hvalfirði

Sumarið 1966 hófust miklar framkvæmdir við Miðsand í Hvalfirði þegar vinna hófst við olíubryggjuna svokölluðu. Á þessum tíma voru krepputímar á Íslandi enda hafði dregið úr síldarafla árið áður og efnahagslífið var dapurt. Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Því er óhætt að segja að framkvæmdirnar hafi verið merkur áfangi í atvinnusögu Íslendinga.

Innlent

Ís­lendingar að renna út á tíma í málum aldraðra

Fimm hundruð eru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og byggja þarf ígildi níu hjúkrunarheimila bara í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun í elstu hópum. Forstjóri Sóltún segir að þjóðin sé að renna út á tíma í málum aldraðra.

Fréttir

Líður eins og hún hafi verið notuð af Há­skóla Ís­lands

Lára Þorsteinsdóttir, 24 ára kona með einhverfu, segir Háskóla Íslands neita sér um einingar fyrir námskeið sem hún tók og náði. Lára komst inn í háskólann í fyrra en finnst hún hafa verið notuð til að háskólinn gæti skreytt sig fjöðrum fjölbreytileikans.

Innlent

Mikil­vægt að finna fyrir stuðningi þögla meiri­hlutans

Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta.

Innlent

Heimila þungunarrof 11 ára stúlku sem var nauðgað

Ellefu ára stúlku í Perú hefur verið heimilað að undirgangast þungunarrof, en stjúpfaðir hennar hafði um langt skeið beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn því að stúlkan fengi þungunarrof.

Erlent