Fréttamynd

Seðla­bankinn haldi raunað­haldinu þéttu á meðan „verkið er ó­klárað“

Þótt verðbólgan sé að ganga niður þá er hún enn fjarri markmiði en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur verið skýr um að vilja bíða eftir trúverðugum vísbendingum um að sú þróun haldi áfram, sem eru ekki komin fram, áður en ráðist verður í lækkun vaxta og mun því halda á meðan raunaðhaldinu þéttu, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Samstaða er um það að vaxtastiginu verði haldið óbreyttu til næstu fimmtán vikna en stóra spurningin er hver framsýna leiðsögnin verður – og telja sumir að bankinn þurfi að senda sterk skilaboð um mikið aðhald í peningastefnunni næstu misserin.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

CRI hefur greitt upp allar skuldir og hraðar ráðningum á öllum sviðum

Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, segist vera í „einstakri stöðu“ samhliða því að félagið er að fara inn í vaxtarskeið en fyrirséð er að eftirspurn eftir grænu metanóli sem skipaeldsneyti muni aukast um milljónir tonna á komandi árum. Eftir að hafa klárað milljarða fjármögnun um mitt síðasta ár, leidd af norska orkurisanum Equinor, er CRI orðið skuldlaust og boðar núna miklar ráðningar á öllum sviðum starfseminnar.

Innherji
Fréttamynd

Kallar eftir út­listun að­gerða hvernig eigi að sporna við minni fram­leiðnivexti

Það er „ánægjulegt“ að stjórnvöld áformi að bregðast við minnkandi vexti í framleiðni vinnuafls á undanförnum árum, sem hefur neikvæð áhrif á sjálfbærni opinberra fjármála, með því að setja meiri áherslu á þær atvinnugreinar sem skila hærri framleiðni, að sögn Fjármálaráðs. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar sagður vera skortur á útlistun aðgerða hvernig eigi að ná því markmiði en hagvöxtur á Íslandi virðist um nokkurt skeið einkum hafa verið drifin áfram af fjölgun starfsfólks í þeim greinum sem greiða að jafnaði lægri laun en almennt þekkist.

Innherji
Fréttamynd

Öryggis­mið­stöðin metin á 3,8 milljarða í kaupum VEX á nærri helmings­hlut

Þegar framtakssjóðurinn VEX gekk frá kaupum á samtals um 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni um mitt árið í fyrra af breiðum hópi fjárfesta þá var allt hlutafé fyrirtækisins verðmetið á liðlega 3,8 milljarða í viðskiptunum. Sjóðurinn stóð einnig að fjárfestingu fyrir meira en 1,6 milljarða í bandaríska skyrframleiðandanum Icelandic Provision á liðnu ári sem tryggði honum yfir tíu prósenta hlut í félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Skerð­­ing­­ar á raf­­ork­­u lag­ast von­and­i hratt þeg­­ar „vor­­leys­­ing­­ar hefj­­ast fyr­­ir al­v­ör­­u“

Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 

Innherji
Fréttamynd

Heilbrigðistryggingafélag tekur lyf Alvotech upp á sína arma

Bandaríska heilbrigðistryggingafélagið Cigna hyggst bjóða upp á líftæknilyfjahliðstæður af gigtarlyfinu Humira án þess að viðskiptavinir þurfi að greiða sérstaklega fyrir lyfið. Alvotech, sem er býður upp á slíkt lyf, hefur hækkað um 3,7 prósent það sem af er degi.

Innherji
Fréttamynd

Léttir fyrir markaðinn en „erfiði kaflinn“ við að ná niður verð­bólgu að hefjast

Það var léttir fyrir skuldabréfamarkaðinn að sjá mælda verðbólgu í apríl í lægri mörkum væntinga, segir fjárfestingastjóri, og verðbólguálag lækkaði um 0,15 til 0,2 prósentustig. Sérfræðingar telja að stýrivextir Seðlabankans verði ekki lækkaðir í maí en líkur hafi aukist á að þeir lækki í ágúst. Erfiði kaflinn í baráttunni við verðbólguna sé fram undan. „Við þurfum því að sjá meiri hjöðnun verðbólgu til að vextir geti lækkað eitthvað að ráði,“ að mati sjóðstjóra.

Innherji
Fréttamynd

Er­­lend fjár­­fest­­ing í sprot­­a­fyr­ir­tækj­um jókst mik­­ið og nam 28 millj­­örð­­um

Formaður Framvís, samtaka engla- og vísifjárfesta, segir að nýsköpunarfyrirtækjum hafi gengið vel að fá erlent fjármagn á undanförnum árum. Þau fengu samanlagt um 27,7 milljarða króna fjármögnun frá erlendum vísisjóðum og englafjárfestum í fyrra og jókst fjárhæðin um nærri 17 milljarða króna á milli ára. Á sama tíma drógu innlendir vísisjóðir úr fjárfestingum eftir sögulegan uppgang árin 2021 og 2022.

Innherji
Fréttamynd

Van­skil fyr­ir­tækj­a „ekki til marks um al­menn­a breyt­ing­u“ hjá við­skipt­a­vin­um

Íslandsbanki hefur ekki fundið fyrir mikilli aukningu í vanskilum hjá fyrirtækjum á undanförnum mánuðum, hvorki lengri né skemmri tíma vanskilum, segir fjármálastjóri Íslandsbanka. Heildarvanskil hjá fyrirtækjum í viðskiptum við Landsbankans hafa lítið eitt aukist frá áramótum en breytingin er „óveruleg og er ekki til marks um almenna breytingu hjá okkar viðskiptavinum.“

Innherji
Fréttamynd

Skrán­ing Ocu­lis á Aðal­mark­að má rekja til á­hug­a frá fjár­fest­um

Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft.

Innherji
Fréttamynd

Bank­­­a­­­stjór­­­i: Van­sk­­il hjá fyr­ir­tækj­um auk­ast og raun­­­vaxt­­­a­­­stig er of hátt

Vanskil fyrirtækja vaxa frá mánuði til mánaðar. Bankastjóri Arion banka segir að raunvaxtastig sé orðið of hátt og óttast að fyrirtæki verði nauðbeygð að segja upp starfsfólki. Fyrir vikið gæti atvinnuleysi aukist. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þurfi að taka tillit til þess við vaxtaákvarðanir að áhrif þeirra komi ekki fram að fullu fyrr en eftir 18 mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Stjórn­völd vilja ekki bjóða er­lendum fjár­festum upp á sér­stöðu Ís­lands

Ef það er raunverulega markmiðið að auka beina erlenda fjárfestingu og skapa umhverfi sem eflir hlutabréfamarkaðinn þá væri réttast að selja minnihluta í Landsvirkjun samhliða skráningu á markað og eins opna meira á erlent eignarhald í sjávarútvegi, að mati framkvæmdastjóra eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þótt Kauphöllin fari stækkandi þá endurspegli hún ekki vel íslenska hagkerfið á meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir þeim atvinnugreinum sem eru með sérstöðu á heimsvísu.

Innherji
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut

Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

WOM í Kólumbíu sækir um greiðsluskjól

Fjarskiptafélagið WOM í Kólumbíu lagði fram beiðni um greiðsluskjól í gær svo að hefja megi endurfjármögnun félagsins en Novator er stærsti hluthafi þess. Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Novator, hefur fundað með ráðherra fjarskipta í Kólumbíu vegna málsins. WOM í Síle sótti nýverið um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum en um er að ræða sjálfstæð fyrirtæki og er endurskipulagning WOM í Kólumbíu „óskyld því ferli“, að sögn Novator.

Innherji
Fréttamynd

Ráð­herra skipaði fyrr­verandi aðal­lög­fræðing Seðla­bankans í stjórn SKE

Sigríður Logadóttir, sem var meðal annars aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands um árabil, hefur nýlega verið skipuð af viðskiptaráðherra í stjórn Samkeppniseftirlitsins. Meira en eitt ár er liðið frá því að drögum að skýrslu starfshóps um mögulega sameiningu eftirlitsins og Neytendastofu var skilað til ráðuneytisins en niðurstaða þeirrar vinnu hefur enn ekki verið opinberuð.

Innherji
Fréttamynd

Fyrir­tæki í fisk­þurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis

Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu.

Innherji