Veður

Búast má við slyddu

Árni Sæberg skrifar
Engum ætti að bregða þótt hvítt sjáist í úrkomunni.
Engum ætti að bregða þótt hvítt sjáist í úrkomunni. Vísir/Vilhelm

Lægð vestur af landinu beinir suðlægri átt, víða 5 til 10 metrum á sekúndu, til landsins með skúrum. Loftmassinn yfir landinu er svalur og óstöðugur og því ætti ekki að koma að óvart þó sumir skúrirnir verði á formi slydduélja.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að á norðaustanverðu landinu ætti að vera þurrt með björtum köflum.

Næstu daga megi gera ráð fyrir svipuðu veðri, sunnan og suðvestan 5 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða slydduél, en bjart með köflum norðaustantil. Hiti 3 til 10 stig að deginum.

Á fimmtudag, uppstigningardag, verði hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×