Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra um stýrivaxtalækkunina sem kynnt var í morgun. Innlent
Vázquez víkur fyrir Trent Lucas Vázquez yfirgefur Real Madrid eftir komandi heimsmeistaramót félagsliða. Sæti hans í leikmannahópi liðsins tekur Trent Alexander-Arnold. Fótbolti
Staupasteinsstjarna er látin George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall. Bíó og sjónvarp
Mótmæltu við utanríkisráðuneytið Nokkur fjöldi fólks kom saman við utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsinu í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla aðgerðarleysi Íslands vegna blóðsúthellinga á Gasa. Tími bréfaskrifta sé liðinn og taka þurfi upp viðskiptaþvinganir á Ísrael. Fréttir
Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Fjárfestar sem gerðu tilboð í tilboðsbók B í útboðinu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fá hlutum sínum úthlutað í dag. Áætlað er að hlutir að virði 3,7 milljarða króna verði úthlutað til 56 aðila. Viðskipti innlent
Kvika að fara í fyrstu skuldabréfaútgáfuna í evrum upp á þrjátíu milljarða Kvika hefur fengið til liðs við sig nokkra erlenda fjárfestingabanka til að undirbúa fyrstu ótryggðu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum, samtals að jafnvirði um þrjátíu milljarðar íslenskra króna, og byrjaði að eiga fundi með skuldabréfafjárfestum í morgun. Stjórnendur Kviku hafa áður sagt að bankinn gæti sparað sér talsverða fjármuni í bættum vaxtakjörum með slíkri skuldabréfaútgáfu ef markaðsaðstæður reynast réttar. Innherji
Stuðla að heilbrigði með lífrænum barnamat Fæða ungbarna er undirstaða heilbrigðis og þroska um alla ævi og því skiptir miklu máli að foreldrar gefi börnum sínum næringaríkan mat og eins lausan við aukaefni og hægt er eins og næringafræðingar mæla almennt með. Lífið samstarf