Enski boltinn

Robbie Williams syngur um stjóra Spurs: „Ég elska stóra Ange í staðinn“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tottenham hefur farið vel af stað undir stjórn Anges Postecoglou.
Tottenham hefur farið vel af stað undir stjórn Anges Postecoglou. vísir/getty

Stuðningsmenn Tottenham eru hæstánægðir með nýja stjórann, Ange Postecoglou, meðal annars stórsöngvarinn Robbie Williams sem hefur breytt einu þekktasta lagi sínu til heiðurs Postecoglou.

Ástralinn tók við Tottenham í sumar og hefur sett mark sitt á liðið. Spurs vann 0-2 útisigur á Bournemouth á laugardaginn og er ósigrað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Stuðningsmenn Spurs hafa tekið upp á því að syngja lag Williams, „Angels“, með breyttum texta til heiðurs Postecoglou.

Williams gerði gott betur og birti myndband á Instagram þar sem hann syngur „Angels“ með breytta textanum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Textinn hljómar meðal annars svona:

  • And through it all, we're playing the way we want to.

  • Big Ange Postecoglou, whether I'm right or wrong.

  • You can keep your Pochettino, Conte and Mourinho, and even Christian Gross.

  • Cause everywhere we go, I'm loving Big Ange instead.

Áður en Postecoglou tók við Spurs stýrði hann Celtic. Hann gerði liðið tvisvar sinnum að skoskum meisturum.

Næsti leikur Tottenham er gegn nýliðum Burnley á Turf Moor á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×