Innlent

Fylgi Höllu hrundi eftir kappræðurnar á RÚV

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fylgi Höllu Hrundar hrundi um 10 prósentustig eftir kappræðurnar á RÚV síðastliðinn föstudag.
Fylgi Höllu Hrundar hrundi um 10 prósentustig eftir kappræðurnar á RÚV síðastliðinn föstudag. Vísir/Vilhelm

Marktæk breyting varð á fylgi Höllu Hrundar Logadóttur, forsetaframbjóðanda, eftir kappræðurnar á RÚV 3. maí síðastliðinn. Fyrir kappræðurnar sögðust 33 prósent ætla að kjósa Höllu en tæplega 23 prósent eftir kappræðurnar. 

Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu sem birtist í gær. Greint var frá því á Vísi að Halla Hrund mælist enn með mest fylgi forsetaframbjóðendanna tólf en Katrín Jakobsdóttir fylgir fast á hæla hennar. Ómarktækur munur er á fylgi kvennanna tveggja. 

Halla Hrund mælist í könnuninni með 29,7 prósenta stuðning og Katrín með 26,7 prósent. Könnunin fór fram dagana 30. apríl til 8. maí og voru svarendur 1.236 talsins. 

Fram kemur í tilkynningu með könnuninni á vef Maskínu að á sama tíma og fylgi Höllu Hrundar lækkaði í kjölfar kappræðanna hafi þeim fjölgað sem vildu hana síst sem forseta. Það hafi farið úr 9 prósentum svarenda í 18, fyrir og eftir kappræður, en þó eru hlutfall þeirra sem ekki vilja Höllu Hrund sem forseta lægst allra.


Tengdar fréttir

Efstar með ómarktækan mun á milli sín

Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Katrín Jakobsdóttir kemur á hæla henni, en ómarktækur munur er á þeim tveimur. Þar á eftir koma Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr, en marktækur munur er á stuðningi við Katrínu og Baldur annars vegar og við Baldur og Jón hins vegar.

Halla Hrund áfram efst

Halla Hrund Logadóttir mælist með 29,1 prósent fylgi í nýrri könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins EMC. Næst á eftir er Katrín Jakobsdóttir með 22,9 prósent fylgi og Baldur Þórhallsson með 21,8 prósent fylgi. 

Forsetaefni tókust á um forsetavaldið

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir hádegismálþingi með frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Rætt var um beitingu valds forseta auk þess sem tekið var við spurningum úr sal.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×