Sport

Dagksráin í dag: Fót­boltinn í fyrir­rúmi

Siggeir Ævarsson skrifar
Stjarnan tekur á móti fram í Garðabænum í kvöld
Stjarnan tekur á móti fram í Garðabænum í kvöld Vísir/Diego

Það er temmilega fjörugur föstudagur framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag þar sem fótboltinn verður fyrirferðamikill. Hvað eru mörg f í því?

Stöð 2 Sport

Stjarnan tekur á móti Fram í Garðabænum í Bestu deild karla og hefst útsending klukkan 19:00. Bæði lið hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum og eru bæði ósigruð í síðustu þremur leikjum. Stjörnumenn á ögn meira skriði með þrjá sigra í röð og verður eflaust boðið upp á spennandi leik í kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Manchester City og Leeds mætast í úrslitaleik enska ungmennabikarsins. Útsending frá leiknum hefst klukkan 17:20.

Stöð 2 Sport 3

Viðureign Frosinone og Inter í Seríu A er á dagskrá klukkan 18:35. Inter hefur þegar tryggt sér ítalska titilinn en Frosinone er í bullandi fallbaráttu og munu eflaust reyna að sækja til sigurs í dag.

Stöð 2 Sport 4

Útsending frá LPGA golfmótinu Cognizant Founders Cup hefst klukkan 19:00

Vodafone Sport

Franski MotoGP kappaksturinn á sviðið á Vodafone Sport rásinni í dag. Klukkan 08:35 verður útsending frá fyrri æfingu dagsins og klukkan 12:50 frá þeirri seinni.

Rosengard og Djurgarden mætast svo í sænska fótboltanum klukkan 15:55 og Doncaster - Crewe mætast svo í ensku D-deildinni klukkan 18:55 en þetta er seinni umspilsleikur liðanna og er staðan í einvíginu 2-0 fyrir Doncaster.

Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Yankees og Rays í bandarísku MLB deildinni. Útsending frá honum hefst klukkan 22:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×