Fótbolti

„Erum ekki á góðum stað sem fót­bolta­lið í augna­blikinu“

Siggeir Ævarsson skrifar
Dwight Yorke og Andy Cole á góðri stundu
Dwight Yorke og Andy Cole á góðri stundu Mynd/Nordic Photos/Getty

Allar helstu stjörnur úr liði Manchester United sem unnu þrennuna eftirsóttu árið 1999 voru mættar til að fagna frumsýningu væntanlegrar heimildamyndar, 99, í gærkvöldi. 

Myndin, sem framleidd er af Amazon Prime, fjallar um hið ótrúlega tímabil sem United átti veturinn 1998-99 en liðið varð þá fyrsta enska liðið til að vinna deildina, bikarinn og Meistaradeild Evrópu.

Markaskorarnir Dwight Yorke og Andy Cole voru að sjálfsögðu mættir en Yorke var spurður um dapurt gengi félagsins í dag.

„Við erum ekki á góðum stað sem fótboltalið í augnablikinu. Hver sem ástæðan er. Það eru mjög margar spurningar en fátt um svör, því miður. Það er ekki margt sem við getum gert en við erum sorgmæddir yfir því hvar við stöndum sem klúbbur. Ég veit að það eru einhverjar breytingar í farvatninu en við erum langt frá þeim stað sem við viljum vera ef við ætlum okkur að keppa um enska titilinn á ný.“

Myndin verður aðgengileg á Amazon Prime frá og með 17. maí. Amazon hefur sagt að í myndinni verði myndbrot sem hafa aldrei verið sýnd áður. Þá eru einnig viðtöl við allar helstu stjörnur United frá þessu tímabili, svo sem stjórann Alex Ferguson og leikmenn eins og David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes, Peter Schmeichel og Ole Gunnar Solskjaer.

Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×