Innlent

Nöfn þeirra sem létust í Eyja­firði

Árni Sæberg skrifar
Einar Viggó og Eva Björg létust þann 24. apríl.
Einar Viggó og Eva Björg létust þann 24. apríl. Vísir

Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Hall­dórs­dótt­ir.

Greint var frá nöfnum þeirra í dánartilkynningum í Morgunblaðinu á miðvikudag. Einar Viggó var fæddur árið 1995 og Eva Björg árið 2001. Þau voru búsett á Akureyri.

Slysið varð skammt norðan við Laugaland á Eyjafjarðarbraut eystri þann 24. apríl síðastliðinn. Í tilkynningu lögreglunnar sagði að bíll hefði lent út af og tveir sem voru í bílnum hafi verið úrskurðaðir látnir á vettvangi.


Tengdar fréttir

Alvarlegt umferðarslys í Eyjafirði

Umferð um Eyjafjarðarbraut eystri hefur verið lokað á milli Syðri Tjarna og Ytri Tjarna vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Tveir voru í bílnum.

Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði

Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×