Viðskipti innlent

Engin hóp­upp­sögn í apríl

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt hefur verið um tvær hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar það sem af er ári.
Tilkynnt hefur verið um tvær hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar það sem af er ári. Vísir/Vilhelm

Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í liðnum aprílmánuði.

Frá þessu segir á vef Vinnumálastofnunar. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem ekki er tilkynnt um hópuppsögn til stofnunarinnar, en ekki var heldur tilkynnt um hópuppsögn í mars.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, greindi frá því í vikunni að framundan væru stórfelldar uppsagnir hjá sveitarfélaginu þar sem um 150 manns yrði sagt upp.

Tilkynnt var um eina hópuppsögn í febrúar en þar var fjórtán starfsmönnum Keilis sagt upp eftir að samkomulag náðist um að Fjölbrautaskóli Suðurnesja tæki yfir hluta af starfsemi Keilis. Í janúar barst Vinnumálastofnun ein tilkynning um hópuppsögn þegar 47 var sagt upp hjá Stakkavík í Grindavík.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10 prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.


Tengdar fréttir

Undir­búa hóp­upp­sögn hjá Grinda­víkur­bæ

Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×