Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Svein­dís hafði betur gegn Glódísi

Þær Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen, og Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfburg, mættust í úrslitum þýska bikarsins í dag en leikmenn Wolfsburg lyftu bikarnum í tíunda sinn í röð í lok leiks.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Evrópu­draumur Aston Villa úti

Síðasta von Englendinga um árangur í Evrópukeppni var slegin í rot í kvöld þegar Aston Villa tapaði 2-0 í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar gegn gríska liðinu Olympiacos og samanlagt 6-2.

Fótbolti
Fréttamynd

„Höfum vaxið með hverjum leik“

Edin Terzić, þjálfari Borussia Dortmund, var eðlilega svífandi um á bleiku skýi þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-0 sigur sinna manna í París. Dortmund lagði París Saint-Germain samanlagt 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Dort­mund í úr­slit eftir sigur í París

Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Adam hundfúll og Arnar beint í símann

Stöð 2 Sport náði myndum af því þegar þeir Adam Ægir Pálsson og Arnar Grétarsson mættu í búningsklefann á Kópavogsvelli í kjölfarið af því að þeim hafði báðum verið sýndur reisupassinn í leik Vals við Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Napoli í kapp­hlaupið um Albert

Napoli hefur blandað sér í slaginn um Albert Guðmundsson, landsliðsmann í fótbolta, sem er eftirsóttur af bestu liðum Ítalíu eftir stórkostlega leiktíð með Genoa.

Fótbolti