Danmörk

Fréttamynd

Gagnrýna sölu njósnabúnaðar

Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega að dönsk yfirvöld hafi gefið leyfi fyrir sölu á tæknibúnaði til Sádi-Arabíu, Óman og Katar sem gerir viðkomandi yfirvöldum kleift að njósna um heilar þjóðir á netinu, að mati sérfræðings við Berkeley-háskólann í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu for­setans í Amalíuborg

Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður.

Innlent
Fréttamynd

Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna for­seta

Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll.

Innlent
Fréttamynd

Vill fá aðlögunarráðuneytið aftur

Búast má við óvenjuspennandi þingkosningum í Danmörku á morgun því samkvæmt skoðanakönnunum skiptist fylgi kjósenda nokkurn veginn jafnt milli blokkanna tveggja. Lars Løkke Rasmussen vonast til þess að fella Helle Thorning-Schmidt úr stól forsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Þráttað um árangurinn

Svo mjótt er á mununum í dönsku kosningabaráttunni að engin leið er að spá með neinu öryggi um það hvor blokkin verður ofan á, sú rauða eða bláa. Kosið verður til þings á fimmtudaginn í komandi viku.

Erlent
Fréttamynd

Útlendingaspilinu leikið út

Lars Løkke Rasmussen reynir að gera útlendingamálin að helsta kosningamáli komandi þingkosninga í Danmörku. Hann vill herða verulega reglur um hælisleitendur. Danir kjósa þing á fimmtudaginn í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Vrúmmm

Danskir stjórnmálamenn krefjast þess nú að löggjafanum verði gert auðveldara að svipta menn ökuréttindum vegna hraðaksturs.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl vann í Dan­mörku

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, sem læsti dóttur sína inni og misnotaði í 24 ár, vann hjá raftækjafyrirtæki í Danmörku á sjöunda áratug síðustu aldar. Frá þessu greinir Ekstra Bladet í dag.

Erlent