Viðskipti innlent

"Það borgar sig ekki að spara"

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Það borgar sig ekki að spara," sagði Pétur Blöndal í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Fólki er beinlínis refsað fyrir það."

Rætt var við Pétur um umræður á Alþingi í dag en þar var fjallað um fjármagnseignendur á Íslandi. „Við vorum að ræða þingsályktun um neytendavernd um fjármagnsmarkaði," sagði Pétur. „Ályktunin var ágæt í sinni upphaflegu mynd. Nefnd Alþingis breytir henni síðan í þá veru að hún eigi að fjalla nær eingöngu í lántakendur."

Pétur sagði að það væri ekki síður neytendavernd að hjálpa þeim sem hafa lagt fyrir. „Þetta fólk er með vexti á sínum sparnaði sem er töluvert undir verðbólgunni og þau þurfa að greiða 20% skatt af sparnaði sínum," sagði Pétur. „Það þarf að gæta hagsmuna þessa fólks."

„Ég held að menn verði að fara að skoða þennan hluta viðskiptavina bankanna," sagði Pétur.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×