Innlent

152 milljónir í endurbætur á Breiðholtsskóla

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi. VÍSIR/ANTON BRINK
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að verja 76 milljónum króna til viðhalds og endurbóta í Breiðholtsskóla, 20 milljónum til endurnýjunar á búnaði og sex milljónum til endurnýjunar í sundlaug skólans. Áður hafði verið samþykkt að verja 50 milljónum króna í 1. áfanga við endurgerð lóðar skólans.

Samtals er því gert ráð fyrir framkvæmdum við húsnæði og lóð Breiðholtsskóla fyrir 152 milljónir.

„Þetta er gífurlega gott mál vegna þess að árum saman hefur viðhald skólans verið vanrækt. Það er mikil þörf á viðhaldi og skólalóðin í mjög slæmu ástandi,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.

Niðurstöður skipaðs vinnuhóps eru að byggja þurfi tæplega þúsund fermetra viðbyggingu við skólann og að farið verði í endurbætur á eldra húsnæði. innig er metin viðhaldsþörf húsnæði og búnaðar í núverandi húsnæði og lögð til endurgerð skólalóðar.Heildarkostnaður framkvæmdanna er metinn á 1.208 milljónir króna. Borgarráð samþykkti að tillaga vinnuhóps við viðbyggingu yrði skoðuð í tengslum við vinnu vegna fjárhagsáætlunar.

„Þetta fer mjög vel af stað og verður allt annað líf þegar framkvæmdir hefjast.Ég bind góðar vonir við að hægt verði að framkvæma verkið fyrir alla fjárveitinguna.“

Kjartan segir jafnframt að framkvæmdir muni hefjast í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×