Innlent

21 árs maður í haldi í Argentínu fyrir kókaínsmygl

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Íslendingurinn sem er nú í haldi argentínskra yfirvalda er 21 árs gamall. Hann er talinn hafa ætlað að smygla um fjóru og hálfu kílói af kókaíni útur landinu. íslensk yfirvöld fylgjast náið með þróun mála en óvíst er hversu langan tíma rannsókn getur tekið.

Hann hefur verið úrskurðaður í varðhald ytra. Maðurinn hefur fengið lögfræðiaðstoð en óvíst er hversu langan tíma rannsóknin mun taka.

Þung viðurlög eru við fíkniefnasmygli í Argentínu, maðurinn var á leið frá landinu þegar hann var stoppaður af lögreglu á flugvellinum og hann handtekinn.

Að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Utanríkisráðuneytisins fylgist ráðuneytið með máli mannsins.

Borgaraþjónustuan vinnur að málinu og samband hefur verið haft við fjölskyldu mannsins sem ku vera í áfalli.

Reglulega koma upp dæmi þar sem Íslendingar eru teknir fyrir fíkniefnamisferli í suðurameríku. árið 2009 var Hörður Sigurjónsson, Íslendingur á sextugsaldri, sem áður starfaði sem rannsóknarlögreglumaður hjá Ríkislögreglustjóra tekinn með fimm kíló af kókaíni í fórum sínum.

Þá má nefna einnig nefna mál hins þrítuga Ragnars Erlings Hermannssonar, sem beðið hefur dóms í Brasilíu frá 2009 fyrir tilraun til smygls á sex kílóum af kókaíni.

Hlynur Smári Sigurðarson, 24 ára, var jafnframt handtekinn í júní árið 2006 með tvær pakkningar af ætluðum fíkniefnum í fórum sínum.  








Fleiri fréttir

Sjá meira


×