Innlent

500 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk

Stúdentar fá nýjar íbúðir.
Stúdentar fá nýjar íbúðir.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita vilyrði fyrir stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Brautarholt 7 en þar gætu risið allt að 100 íbúðir.

Ennfremur var ákveðið að hefja viðræður við Háskólann í Reykjavík um að hefja undirbúning að byggingu stúdentagarða á svæði háskólans við Öskjuhlíð.

Skipulagsráð kanna frekari uppbyggingarmöguleika fyrir námsmannaíbúðir á tveimur svæðum í samvinnu við HÍ og FS.

Þessar þrjár samþykktir þýða að 500 nýjar námsmannaíbúðir, að lágmarki, gætu risið á næstu árum samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Inni í þeirri tölu eru 280 íbúðir sem munu rísa við svæði Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Eiga byggingarframkvæmdir við þær að hefjast nú í desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×