Innlent

Allt að gerast í Latabæ - fleiri þættir og kvikmynd

"Það er svo mikið framundan að ég kemst ekki úr búningnum,“ sagði Magnús Scheving.
"Það er svo mikið framundan að ég kemst ekki úr búningnum,“ sagði Magnús Scheving.
„Það er svo mikið framundan að ég kemst ekki úr búningnum," sagði Magnús Scheving en hann gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

„Við sömdum við Turner samsteypuna um árið og nú vilja þeir gera Latabæ að sínu stærsta vörumerki fyrir börn." Turner fjölmiðlasamsteypan rekur meðal annars fréttastofuna CNN og Cartoon Network.

„Við erum að hefja framleiðslu á 13 nýjum þáttum," sagði Magnús. „Einnig erum við að skipuleggja tvær nýjar þáttaraðir ásamt kvikmynd."

Magnús sagði að framleiðsluhluti Latabæjar muni áfram vera staðsettur á Íslandi. „Þegar ég sýndi stjórnendum Turner hvernig Íslendingar vinna efnið þá kom ekki annað til greina en halda stúdíóinu á Íslandi."

„Það er gríðarlegur áhugi fyrir Latabæ um allan heim - hið sama gildir um Ísland sjálft," sagði Magnús.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×