Innlent

Ari Trausti íhugar framboð til forseta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.
Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.
Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, íhugar nú forsetaframboð af alvöru. „Ég reikna með því að taka ákvörðun öðru hvorum megin við páska," segir hann í samtali við Fréttatímann í dag en segist jafnframt vera að íhuga málið alvarlega.

„Margir hafa hringt í mig og sent mér tölvupóst og raunar hringdi sá fyrsti þegar eftir nýársávarp forseta Íslands. Í framhaldi þess kannaði ég meðal vina og kunningja hvað þeir héldu og þau viðbrögð hafa yfirleitt verið jákvæð. Nú þarf ég bara að hugsa áfram, vega og meta því þetta er svo stórt mál, hvað fylgi snertir, reynslu, þekkingu og málefnagrunn. Það gerist á næstu dögum og vikum."

Ari Trausti segir að leiðirnar séu aðeins tvær. „Annað hvort segir maður nei strax eða hugsar málið og ég er ekki fráhverfur framboði. Ég hef alltaf haft áhuga á samfélagsmálum og forseti getur gert margt jákvætt. Þess vegna segir maður ekki nei að óathuguðu máli," segir Ari Trausti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×