Erlent

Ráðstefna um Helförina haldin í Íran

Tveggja daga, alþjóðleg ráðstefna um Helförina hefst í Teheran, höfuðborg Írans í dag. Það er alþjóðastofnun á vegum íranska utanríkisráðuneytisins sem annast ráðstefnuna.

Það var Mahmoud Ahmadinejad, forseti landsins, sem átti hugmyndina að ráðstefnunni en hann hefur sagt frásagnir tengdar Helför gyðinga uppspuna, eða að minnsta kosti, orðum auknar. Íransforseti hefur lýst þeirri skoðun sinni að þurrka þurfi Ísraelsríki út. Fræðimenn hvaðanæva úr heiminum munu flytja erindi á ráðstefnunni. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins segir að þeir fræðimenn sem taki þátt muni nálgast viðfangsefnið frá ýmsum áttum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×