Innlent

Ung kona vitnar um kynferðissamband við Guðmund í Byrginu

Tuttugu og fjögurra ára kona, sem var skjólstæðingur Guðmundar Jónssonar forstöðumanns Byrgisins, vitnar um það, í viðtali í Íslandi í dag á eftir, að hún átti í kynferðissambandi við hann í nærri tvö ár. Hún hefur sett sig í samband við lögreglu og mun leggja fram formlega kæru í fyrramálið. Fjöldi kvenna hefur sett sig í samband við lögreglu vegna þessa máls og hlotið leiðbeiningar um hvernig þær koma eigin vitnisburði og gögnum á framfæri.

Kompássþáttur um málefni Byrgisins fyrir viku þar sem heimildarmenn þáttarins vitnuðu um það að forstöðumaður Byrgisins hefði átt í kynferðissambandi við skjólstæðinga sína hefur valið úlfaþyt. Forstöðumaðurinn Guðmundur Jónsson hefur þverneitað þessum ásökunum bæði í Kompáss og í öðrum fjölmiðlum og hótað að kæra Kompássritstjórn fyrir meiðyrði. Í dag veitti ung stúlka fréttastofu viðtal og sagði frá kynferðissambandi sem hún átti með Guðmundi sem hófst nokkrum mánuðum eftir að hún fór í meðferð í Byrgið.

Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur sem voru í meðferð í Byrginu hafi sett sig í samband við lögreglu. Lögregla hefur fengið gögn frá þeim og leiðbeint þeim um þau skref sem þær eiga að stíga. Báðar þær konur sem veittu Kompási viðtal á dögunum eru í hópi þessara kvenna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×