Innlent

Ekki miðað við fyrri greiðslur í fæðingarorlofi

Málið var rætt á Alþingi í dag.
Málið var rætt á Alþingi í dag. MYND/Stöð 2

Hætt hefur verið að miða við fyrri greiðslur í fæðingarorlofi þegar næsta barn fæðist innan þriggja ára en Umboðsmaður alþingis telur það ekki samræmast lögum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að starfshópur væri að skoða framkvæmd laganna í kjölfar niðurstöðu Umboðsmanns og hann styddi þá breytingu sem þegar hefði verið gerð. Úrskurðarnefnd á einnig að fara yfir fimm mál, sem kærð voru til úrskurðarnefndar vegna málsins, og önnur tilvik, sem ekki hafa enn verið kærð til nefndarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×