Óperukórinn söng á kostnað aldraðra 17. mars 2007 08:15 „Við vissum ekki að styrkurinn kæmi úr Framkvæmdasjóði aldraðra og hefðum ekki þegið hann ef það hefði legið ljóst fyrir,“ segir Garðar Cortes, stjórnandi Óperukórsins í Reykjavík, sem fékk hálfa milljón í styrk úr framkvæmdasjóði aldraðra árið 2004. Meðal annarra sem fengu greidda styrki úr sjóðnum á árunum 1999 til 2006 voru Ungmennafélag Íslands, Söngskólinn í Reykjavík, Óperukórinn í Reykjavík, Tónaljón, Lionsklúbburinn í Búðardal, Kvenréttindafélag Íslands og fleiri verkefni og stofnanir sem ekki hafa bein tengsl við öldrunarþjónustu. Þetta kom fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra í vikunni við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um sundurliðun styrkja úr sjóðnum fram til ársins 2006. Ásta segir heilbrigðisráðherra hafa dregið að svara í mánuð. „Það lítur út fyrir að ráðherra hafi leikið sama leik og síðast þegar hann veitti upplýsingar um sjóðinn í fyrra. Þá útbýtti hann svarinu síðasta dag þingsins þannig að ekki var hægt að taka það til umræðu. Þetta hefur nú endurtekið sig,“ segir Ásta. Sundurliðunin á styrkjum, sem heilbrigðisráðherra afhenti á síðasta ári, leiddi í ljós að tæplega helmingi af peningum sjóðsins var varið í önnur verkefni en endurbætur og uppbyggingu dvalarheimila aldraðra. Megintilgangur sjóðsins er þó að standa straum af þeim verkefnum. Tölur í nýju svari ráðherrans stemma ekki við þau svör sem hann skilaði af sér á síðasta þingi. Upphæðirnar eru lægri auk þess sem nokkra styrkþega er ekki að finna í nýju svari ráðherra. Þá ber svörum ráðherra um ástæður styrks til Óperukórsins í Reykjavík ekki saman við svör kórstjóra. Í svari ráðherra segir að styrkur hafi verið veittur til kórsins vegna tónleikahalds hans á öldrunarstofnun. Það kannast kórstjórinn Garðar Cortes ekki við. Einu hugsanlegu ástæðuna fyrir styrkveitingunni til Óperukórsins telur Garðar vera þá að þetta kunni að vera greiðsla fyrir söng á Landspítalanum. Aldraðir hefðu þó hvergi komið nálægt því. Heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Við vissum ekki að styrkurinn kæmi úr Framkvæmdasjóði aldraðra og hefðum ekki þegið hann ef það hefði legið ljóst fyrir,“ segir Garðar Cortes, stjórnandi Óperukórsins í Reykjavík, sem fékk hálfa milljón í styrk úr framkvæmdasjóði aldraðra árið 2004. Meðal annarra sem fengu greidda styrki úr sjóðnum á árunum 1999 til 2006 voru Ungmennafélag Íslands, Söngskólinn í Reykjavík, Óperukórinn í Reykjavík, Tónaljón, Lionsklúbburinn í Búðardal, Kvenréttindafélag Íslands og fleiri verkefni og stofnanir sem ekki hafa bein tengsl við öldrunarþjónustu. Þetta kom fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra í vikunni við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um sundurliðun styrkja úr sjóðnum fram til ársins 2006. Ásta segir heilbrigðisráðherra hafa dregið að svara í mánuð. „Það lítur út fyrir að ráðherra hafi leikið sama leik og síðast þegar hann veitti upplýsingar um sjóðinn í fyrra. Þá útbýtti hann svarinu síðasta dag þingsins þannig að ekki var hægt að taka það til umræðu. Þetta hefur nú endurtekið sig,“ segir Ásta. Sundurliðunin á styrkjum, sem heilbrigðisráðherra afhenti á síðasta ári, leiddi í ljós að tæplega helmingi af peningum sjóðsins var varið í önnur verkefni en endurbætur og uppbyggingu dvalarheimila aldraðra. Megintilgangur sjóðsins er þó að standa straum af þeim verkefnum. Tölur í nýju svari ráðherrans stemma ekki við þau svör sem hann skilaði af sér á síðasta þingi. Upphæðirnar eru lægri auk þess sem nokkra styrkþega er ekki að finna í nýju svari ráðherra. Þá ber svörum ráðherra um ástæður styrks til Óperukórsins í Reykjavík ekki saman við svör kórstjóra. Í svari ráðherra segir að styrkur hafi verið veittur til kórsins vegna tónleikahalds hans á öldrunarstofnun. Það kannast kórstjórinn Garðar Cortes ekki við. Einu hugsanlegu ástæðuna fyrir styrkveitingunni til Óperukórsins telur Garðar vera þá að þetta kunni að vera greiðsla fyrir söng á Landspítalanum. Aldraðir hefðu þó hvergi komið nálægt því. Heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira