Innlent

HB Grandi kvótahæsta útgerðin

MYND/365

HB Grandi er kvótahæsta útgerðin á Ísland samkvæmt samantekt Fiskistofu yfir stærstu handhafa aflaheimilda í maí. Alls á HB Grandi 11,67 prósent af heildarkvóta í þorskígildum talið.

Næst mestan kvóta á Samherji, 7,39 prósent, og þá Brim hf með 5,74 prósent. Samkvæmt lögum má hámarks kvótaeign útgerðar ekki fara yfir 12 prósent í þorskígildum talið.

Frá því í fyrra hefur kvótaeign HB Granda vaxið úr 10,78 prósent af heildarkvóta í 11,67. Á sama tíma óx kvótaeign Samherja úr 7,32 prósentum í 7,39.

Kvótaminnsta útgerðin er Von ehf með 0,09 prósent af heildarkvóta.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×