Lífið

Krá verður sendiráð og sleppur við reykingabann

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Konungdæmið á eldfjallaeynni Redondu erfist milli rithöfunda. Í augnablikinu gera minnst níu manns tilkall til krúnunnar.
Konungdæmið á eldfjallaeynni Redondu erfist milli rithöfunda. Í augnablikinu gera minnst níu manns tilkall til krúnunnar.

Uppfinningasamur bareigandi á Bretlandi hefur fundið leið framhjá reykingabanni sem tekur gildi þar á sunnudaginn.

Bob Beech hefur gert krá sína, Wellington Arms, í Southampton að sendiráði fyrir Redonda, pínulítla óbyggða eyju í Karabíska hafinu, um 35 sjómílur frá Antigua.

Þar með flokkast kráin sem erlend grund, og þarf því hvorki að hlýta ströngum reykingalögum né innheimta virðisaukaskatt af vörum sínum.

Fyrr í mánuðinum gerði háttsettur diplómat á Redondu, Edward Elder, krána að sendiráði eyjarinnar. Diplómatinn heitir Edward Elder og er einn fastagesta á kránni.

Æðsti ráðamaður Redondu, Kóngurinn Róbert hinn sköllótti býr á Antigua, heitir réttu nafni Bob Williamsson og er kanadískur rithöfundur. Konungurinn, sem aðlaði bareigandann Bob nýlega, siglir skútu sinni reglulega til Redondu til að fylgjast með 2,5 ferkílómetra stóru konungdæmi sínu.

Bareigandinn ,,Sir" Bob sagði að hann hefði sett hóp lögfræðinga í að kanna lögmæti sendiráðsins og sagðist bjartsýnn á að tilraunin gæti gengið.

Breska heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi að það yrði ekki hægt að framfylgja reykingabanninu á stöðum sem hefðu diplómatíska stöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×