Erlent

Reyndi að strjúka úr fangelsi með tannkremi

Fangavörðum þótti hin mikla tannkremsnotkun Warrens ekki tilefni til grunsemda.
Fangavörðum þótti hin mikla tannkremsnotkun Warrens ekki tilefni til grunsemda. MYND/AFP

Enskur fangi beitti frekar óvenjulegri aðferð til að reyna strjúka úr fangelsi á eyjunni Wight á Ermasundi. Vopnaður matskeið gróf fanginn, Colin Warren, göng úr fangaklefa sínum og notaðist síðan við tannkrem til að hylja gatið á daginn.

Colin Warren var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2004 fyrir nauðgun. Fljótlega eftir að hann var byrjaður að afplána dóminn hóf Warren hins vegar að grafa göng úr fangaklefa sínum. Á hverri nóttu í yfir tíu mánuði gróf Warren sig í átt að frelsi. Á daginn huldi hann gangagatið með jarðvegi sem hann batt saman með miklu magni af tannkremi.

Hin mikla tannkremsnotkun Warren vakti þó litlar grunsemdir meðal fangavarða og það var aðeins fyrir tilviljun að göngin fundist áður en þeim var fulllokið. Átti Warren þá aðeins nokkra metra eftir og er talið að honum hefði nægt tveir mánuðir í viðbót til að ljúka verkinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×