Innlent

Mótmælum lokið við Hafnarhúsið - frekari aðgerðir boðaðar

Sturla Jónsson, talsmaður ráðherra.
Sturla Jónsson, talsmaður ráðherra.

Vörubílstjórar hafa nú látið af mótmælum sínum við Hafnarhúsið en þeir lofa áframhaldandi aðgerðum. Talsmaður þeirra segir að aðstoðarmaður Kristjáns Möller hafi sagt þeim að ráðherra myndi aldrei „gefast upp" fyrir þeim.

„Þessu er lokið í bili," segir Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóranna. „Róbert Marshall, aðstoðarmaður Kristjáns, sagði við nokkra stráka hérna að þeir myndu aldrei gefast upp fyrir okkur því að það væri ekki hægt að gefa það út opinberlega að mótmæli beri árangur," sagði Sturla í samtali við Vísi.

„Það segir okkur bara eitt. Að við verðum að halda áfram," segir Sturla og segir engan bilbug að finna á vörubílstjórum. „Menn eru á því að klára málið.

Geir Haarde sagði í dag að ekki yrði farið að neinum kröfum vörubílstjóra á meðan þeir héldu uppi ólöglegum mótmælum. „Þjóðin hefur nú ekki mótmælt að ráði síðustu fimmtíu árin og hverju hefur það skilað?," spyr Sturla og bætir við: „Hver er þá með ofbeldið?"



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×