Lífið

Beggi og Pacas vilja dæturnar heim

Pacas með dætrunum, Mohiny og Ishany.
Pacas með dætrunum, Mohiny og Ishany.
„Við erum eins og lítil börn að bíða eftir nammideginum," segir Beggi á Hæðinni. Hann og Pacas eru orðnir spenntir fyrir lokaþættinum í kvöld.

Ástæðan fyrir spenningnum er fyrst og fremst hvað þeir ætla að veita sér fyrir verðlaunaféð ef þeir vinna. „Okkur langar að bjóða dætrum Pacasar til Íslands," segir Beggi. Pacas hefur búið hér á landi í fimmtán ár, en á tvær dætur, sautján og átján ára, í Brasilíu. Þær hafa aldrei heimsótt pabba sinn til Íslands, og raunar aldrei komið út fyrir Brasilíu.

Beggi segir þá Pacas hafa heimsótt stelpurnar annað hvert ár til Brasilíu. Það hafi þó hingað til verið of stór póstur að bjóða þeim hingað heim, enda dýrt að fljúga. Af því stelpurnar tala enga ensku og hafi enga reynslu af flugvallabrölti þurfi þeir helst að sækja þær eða taka á móti þeim í London.

„Okkur langar að vinna þetta, og geta veitt okkur þennan happdrættisvinning. Við grenjum úr okkur augun ef þetta gengur upp." segir Beggi að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×