Innlent

Ístak segir upp 60

Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks.
Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks.

Sextíu starfsmönnum Ístaks var sagt upp í morgun. Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, segir uppsagnirnar vera hluta af þeim 300 störfum sem tilkynnt var um fyrir mánuði síðan að stæði til að fækka um hjá fyrirtækinu fyrir jól. Hann vill að ríki og sveitarfélög auki frekar framkvæmdir heldur en að draga úr þeim.

„Þetta er hluti af því," segir Loftur. „Við sögðum 180 upp um síðustu mánaðarmót sem eru flestir að hætta núna. En þessir 60 hætta á næstu mánuðum, sumir eru með eins mánaðar frest og aðrir með þrjá."

Loftur segir núverandi ástand afar slæmt fyrir iðnaðinn í heild sinni. „Samdráttur í opinberum rekstri kemur ekki fram hjá ríkinu heldur hjá þeim aðilum sem hafa verið að þjónusta ríkið. Ég held að ríkið sé ekkert að draga saman í sjálfu sér."

Ég held að það væri nú skynsamlegt að reyna að vera með einhverja framleiðslustarfssemi í gangi, annars drepst þetta allt saman. Það er mín skoðun. En auðvitað er mikið offramboð á markaði fyrir íbúðir og skrifstofuhúsnæði þannig að það þýðir lítið að framleiða meira inn á þann markað. En þá er einmitt ennþá meiri þörf á því að ríki og sveitarfélög dragi sig ekki inn í skelina."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×