Innlent

Landsframleiðsla rýrnar um 116 milljarða

Landsframleiðslan mun rýrna um 116 milljarða vegna hruns bankakerfisins. Fyrir það fé væri unnt að greiða fyrir allt almannatrygingakerfið og gott betur.

Bankahrunið hefur gríðarleg áhrif á þjóðarframleiðsluna, það er: þau verðmæti sem sköpuð eru í landinu. Á síðasta ári var verg landsframleiðsla 1300 milljarðar króna, en nú mun þjóðarkakan skreppa saman um fjögur prósent vegna fækkunar starfa og tekjutaps í fjármálageiranum og önnur 5 prósent vegna gjaldþrota fyrirtækja og atvinnumissis í öðrum greinum.

Þetta þýðir að samtals fara 116 milljarðar í súginn, en þeir fjármunir gætu nýst til að greiða fyrir allt almannatryggingakerfið og heilbrigðiskerfið. Einnig myndu 116 milljarðar duga til að kaupa um 4600 þriggja herbergja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og unnt væri að fljúga tæplega 6 milljón sinnum milli Reykjavíkur og Akureyrar - svo einhver dæmi séu tekin.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×