Innlent

Hollendingar vilja vita hvar peningarnir þeirra eru

Hópur Hollendinga, sem tapaði sparifé sínu þegar Icesave-reikningarnir voru lokaðir ytra, mun ræða við fulltrúa Landsbankans í dag. Ráðgert er að fólkið fundi einnig með stjórnmálamönnum hér á landi.

Fólkið kom hingað til lands síðdegis í gær og vill það fá skýr svör við spurningum um afdrif þess fjár sem það lagði inn á reikninga Icesave í Hollandi. Í morgun áttu Hollendingarnir fund með fulltrúa utanríksiráðuneytisins sem hefur verið tengiliður þeirra við stofnanir og einstaklinga hér á landi.

Eftir hádegið er ætlunin að ræða við fulltrúa Landsankans. Talsmaður hópsins sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem enginn hefði heildarsýn yfir það sem hefði gerst og væri að gerast í efnhagsmálum þjóðarinnar.

Fólk væri mjög upptekið af málefnum innanlands og virtist ekki skoða stöðuna í víðara samhengi. Fréttateymi frá hollenska ríkissjónvarpinu fylgir fólkinu eftir og mun flytja fréttir af gangi mála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×