Innlent

Mynduðu „skjaldborg“ um Alþingishúsið

MYND/Egill

Hópur mótmælenda kom saman við Alþingishúsið í hádeginu og stillti sér upp hringinn í kringum húsið og myndaði nokkurs konar skjaldborg.

Að sögn viðstaddra var „mikil og góð stemmning" í hópnum. Mótmælendurnir voru nokkur hundruð að tölu og á öllum aldri. Tekið var sérstaklega fram í fundarboði sem gekk á Netinu að um friðsamleg mótmæli væri að ræða.

Það voru grasrótarsamtökin Nýir tímar sem stóðu fyrir atburðinum en markmið þeirra er að ríkistjórnin Geirs Haarde fari frá völdum, að mynduð verði þjóðstjórn og kosningar fari fram við fyrsta mögulega tækifæri. Þetta er talinn grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að byggja upp Ísland að nýju. Trúverðugleiki forsætisráðherra sé enginn og erlendis veki þolinmæði Íslendinga gagnvart ríkisstjórninni undrun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×