Innlent

Dyraverðir grunaðir um nauðgun

Tryggvagata þar sem árásin á að hafa átt sér stað.
Tryggvagata þar sem árásin á að hafa átt sér stað.

Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa nauðgað nítján ára stúlku við Tryggvagötu um helgina, starfa báðir sem dyraverðir. Samkvæmt heimildum Vísis störfuðu þeir á sitthvorum skemmtistaðnum nálægt Tryggvagötunni.

Mennirnir, sem báðir eru ættaðir frá Perú, voru handteknir á laugardagsmorgninum. Annar var að ljúka störfum þegar lögreglan handtók hann.

Stúlkan kærði atburðinn á sunnudagsmorguninn en leigubílstjóri hlúði að henni þangað til lögreglan kom á vettvang. Málsatvik eru ekki ljós.

Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.






Tengdar fréttir

Tveir handteknir vegna nauðgunar í Tryggvagötu

Tveir karlmenn af erlendu bergi brotnir voru handteknir á sunnudagsmorgun grunaðir um nauðgun á 19 ára gamalli stúlku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa mennirnir verið yfirheyrðir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn er í gangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×