Innlent

Icesave-samningur undirritaður í nótt

Valur Grettisson skrifar
Íslendingar munu skuldbinda sig til þess að greiða 640 milljarði.
Íslendingar munu skuldbinda sig til þess að greiða 640 milljarði.

„Það verður skrifað undir í nótt," segir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Borgarahreyfingarinnar um samninginn varðandi Icesave. Samningurinn verður hinsvegar lagður fyrir þing, að öllum líkindum eftir helgi.

Það verður að öllum líkindum Steingrímur J. Sigfússon sem mun undirrita samninginn nú í nótt en blaðamannafundur um nákvæmt innihald samningsins verður birt á morgun.

Það er þó ljóst samkvæmt fréttum dagsins að með undirritun og að gefnu samþykki Alþingis, þá mun ríkisstjórnin gangast í ábyrgð fyrir 640 milljarða skuld. Lánið yrði þá greitt upp á átta árum. Greiðslur hefjast árið 2015.

Vextir verða 5.5 prósent sem eru um 34 milljarði á mánuði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×