Skoðun

Vit, dug og festu í fjármálastjórn borgarinnar

Guðlaugur Kr. Jörundsson skrifar

Við félagar í Samfylkingunni í Reykjavík þurfum að leysa af hendi mikilvægt verkefni. Við þurfum að velja fulltrúa okkar til borgarstjórnarkosninga í prófkjöri sem lýkur 30. janúar. Við þurfum sigurstranglegt lið inn í kosningar og einnig dugandi fólk sem mun næstu fjögur árin berjast við erfiðar aðstæður í rekstri Reykjavíkurborgar. Okkar núverandi borgarfulltrúar munu í vor skila af sér ótrúlega góðu verki, bæði í minnihluta og í 100 daga meirihluta. Allir fjórir sækjast nú eftir endurnýjuðu umboði okkar til áframhaldandi starfa. Í prófkjörinu hefur boðið sig fram ótrúlega öflugur hópur.

Þessi fjöbreytti og hæfileikaríki hópur ber þess vitni hversu frábærlega okkar borgarfulltrúar hafa unnið. Þessum hóp þykir það eftirsóknarvert að koma til liðs við okkar kjörnu fulltrúa. Það liggur mikil gæfa yfir Samfylkingunni í Reykjavík. Prófkjör geta ruglað fólk í ríminu, sérstaklega þar sem frambjóðendur eru að óska eftir sérstökum sætum. Ég vil hvetja félaga mína í Samfylkingunni til að veita núverandi borgarfulltrúum áframhaldandi brautargengi. Ég hef fylgst náið með störfum þeirra. Þeir hafa mikla reynslu og þekkingu á borginni, sem er nauðsynlegt þegar kemur að því að hagræða.

Hagræðing má ekki hafa óvænta aukaverkun sem reynsluminni borgarfulltrúar átta sig mögulega ekki á. Veitið brautargengi: Degi verði lýðræðis og nýrra vinnubragða, Sigrúnu Elsu verði fjármálastjórnunar, Oddnýju verði barnanna og skólanna, Björk verði félagshyggjunnar. Sérstaklega vil ég hvetja mína félaga til að kjósa Sigrúnu Elsu í 2. sætið. Ég vil sjá Sigrúnu Elsu inn í borgarráð til þess að halda utan um fjármálin. Gjaldþrota Reykjavík getur enga góða hluti gert. Sigrún Elsa hefur vit á fjármálum og hún kann að fara með tölur. Hún bjargaði Orkuveitunni, REI og Gagnaveitunni. Við þurfum vit, dug og festu í borgarráðið. Við þurfum Sigrúnu Elsu í 2. sætið.

Guðlaugur Kr. Jörundsson, tölvunarfræðingur







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×