Innlent

Telja að Rósalind hafi fengið hvítblæði vegna rafsegulsviðs

Helga Arnardóttir. skrifar

Foreldrar tæplega fimm ára stúlku sem greindist með bráðahvítblæði í fyrra telja að of hátt rafsegulsvið í nýbyggðu húsi þeirra í Grafarvogi hafi valdið sjúkdómnum.

Rósalind Óskarsdóttir var greind í júní í fyrra og hefur undirgengist meðferð við sjúkdómnum frá þeim tíma. Fjölskylda hennar hefur búið í nýbyggðu húsi í Grafarvoginum í fjögur ár.

Foreldrar Rósalindar telja að of hátt rafsegulsvið í húsinu hafi valdið sjúkdómnum.

10 metrum frá húsi þeirra er spennustöð. Móðir Rósalindar óttaðist stöðugt að staðsetning hennar hefði áhrif á rafsegulsvið í húsinu þeirra.

Nánar var fjallað um málið í Íslandi í dag í kvöld. Hægt er að skoða þá umfjöllun hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×